Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að stjórnarsvið framkvæmdastjórnar ESB fyrir utanríkisviðskipti - 663 svör fundust
Niðurstöður

Hvað eru TAIEX-styrkir og hverjir geta sótt um þá?

Síðan sumarið 2010 hefur Íslandi staðið til boða svokölluð TAIEX-aðstoð Evrópusambandsins. Hún gengur fyrst og fremst út á að aðstoða umsóknarríki ESB við að undirbúa sig undir þær skuldbindingar sem aðild að Evrópusambandinu felur í sér. TAIEX snýst um að miðla starfsmönnum í stjórnsýslu umsóknarríkja nauðsynlegr...

Hvert er atvinnuleysið á Íslandi í samanburði við ESB-ríkin?

Atvinnuleysi á Íslandi var skráð 4,5% af Vinnumálastofnun á þriðja ársfjórðungi 2013 en 5,4% samkvæmt Vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands. Atvinnuleysi hér á landi hefur minnkað um 2,5-4 prósentustig frá því að það var mest fljótlega eftir efnahagshrun árið 2008. Til samanburðar mældist atvinnuleysi í Evrópusam...

Hversu mikið af regluverki ESB hefur verið innleitt í EES-landinu Íslandi í samanburði við ESB-landið Svíþjóð?

Á grunni EES-samningsins hefur Ísland fært regluverk sitt að regluverki Evrópusambandsins. Hlutfall þeirrar löggjafar sem Ísland tekur upp í gegnum samninginn er umdeilt og hafa verið nefndar mjög misháar tölur í því sambandi. Í Svíþjóð er áætlað að 80% af öllum reglum sambandsins hafi verið innleiddar í sænska lö...

Hvaða áhrif hefur ESB haft á réttindi minnihlutahópa?

Auk sáttmála Evrópusambandsins um grundvallarréttindi, þar sem ófrávíkjanleg grundvallarréttindi allra borgara sambandsins eru skilgreind, hefur ESB samþykkt fjölda tilskipana sem miða að því að koma í veg fyrir mismunun. Þar ber helst að nefna kynþáttatilskipunina og atvinnumálatilskipunina sem eru lagalega binda...

Hvernig gæti innganga í ESB haft áhrif á dreifbýl svæði eins og Austurland?

Rannsóknir á áhrifum ESB-aðildar á dreifbýl svæði eru af skornum skammti enn sem komið er en kunna að aukast á næstunni í tengslum við umsókn Íslands. Hægt er að segja fyrir um hvaða svið samfélagsins yrðu helst fyrir áhrifum en erfiðara er að segja fyrir um hve mikil þau yrðu eða hvort þau beri að telja jákvæð eð...

Er algengt að aðildarríki ESB myndi klíkur eða bandalög?

Aðildarríki Evrópusambandsins starfa gjarnan saman þegar hagsmunir þeirra eiga samleið til að auka áhrif sín innan sambandsins. Þar sem engin tvö ríki eiga nákvæmlega sömu hagsmuna að gæta eru hagsmunabandalög yfirleitt ekki langlíf heldur einangruð við einstök málefni. Sum hagsmunabandalög hafa þó verið starfrækt...

Er samræmd stefna í skattamálum innan ESB?

Skattamál eru almennt ekki á könnu ESB heldur stjórnvalda hvers aðildarríkis fyrir sig. Viss skref hafa þó verið stigin í átt að samræmingu skatta með það fyrir augum að hamla ekki virkni innri markaðarins einkum á vettvangi óbeinna skatta svo sem virðisaukaskatts og vörugjalda. Þá hafa aðildarríkin einnig aukið u...

Ég er að fara með 100 manna kór ungmenna til Þýskalands í sumar, getið þið sagt okkur hvort ESB styrki kórferðalagið?

Íslendingar eru þátttakendur í margvíslegum styrkjaáætlunum Evrópusambandsins sem eiga sameiginlegt það meginmarkmið að stuðla að samstarfi borgara frá ólíkum löndum. Til þessara áætlana er hægt að sækja um styrki fyrir verkefni sem tengjast meðal annars menntun, ungmennastarfi, menningu og listum og jafnréttismál...

Hvernig er "Evrópusambandið" og "ESB" á íslensku táknmáli?

Í kynningarheimsókn Evrópuvefsins til Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra voru starfsmenn Evrópuvefsins beðnir um að taka upp tákn fyrir íslensku táknmálsorðabók SignWiki-síðunnar. Hér fyrir neðan má sjá Brynhildi Ingimarsdóttur sýna íslensku táknin fyrir orðin Evrópusambandið og ESB. This...

Hversu margir embættismenn vinna fyrir ESB og hve margir fyrir aðildarríkin sjálf?

Í umræðum um Evrópusambandið er algengt að nota fjölda starfsmanna ESB sem mælikvarða á skrifræði í sambandinu. Þetta gera bæði andstæðingar og stuðningsmenn ESB í aðildarríkjunum og vilja þar með ýmist færa rök fyrir því að stjórnsýsla sambandsins sé afkastalítil eða skilvirk, væntanlega í samanburði við aðildarr...

Hver eru laun æðstu embættismanna ESB?

Launatafla embættismanna Evrópusambandsins myndar grunninn að útreikningi launa æðstu embættismanna. Þannig eru grunnmánaðarlaun forseta framkvæmdastjórnarinnar (José Manuel Barroso), forseta leiðtogaráðsins (Hermans Van Rompuy) og forseta dómstóls Evrópusambandsins (Vassilios Skouris) skilgreind sem 138% af mánað...

Getur evruríki yfirgefið evrusamstarfið?

Aðildarríki Evrópusambandsins sem hefur tekið upp evruna sem gjaldmiðil getur ekki yfirgefið evrusamstarfið einhliða nema ganga úr Evrópusambandinu. Ekki er heldur lagalegur grundvöllur fyrir því í sáttmálum sambandsins að tilteknu evruríki sé vísað úr samstarfinu gegn vilja þess. Eina leiðin til að evruríki hverf...

Fyrir hvað fær Evrópusambandið friðarverðlaun Nóbels?

Nóbelsnefnd norska Stórþingsins tilkynnti þann 12. október að Evrópusambandið mundi hljóta friðarverðlaun Nóbels árið 2012. Í fréttatilkynningu Nóbelsnefndarinnar um ákvörðunina segir svo, í þýðingu Þorsteins Vilhjálmssonar: Sambandið og fyrirrennarar þess hafa í meira en sex áratugi stuðlað að friði og sáttum, ...

Hver eru rökin fyrir því að hætta við aðildarumsóknina áður en við sjáum aðildarsamninginn?

Helstu rökin sem færð hafa verið fyrir því að aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið verði hætt eða þeim frestað eru þau að sambandið eigi við mikla erfiðleika að glíma og forsendur umsóknarinnar hafi því breyst. Viðræðurnar hafi tekið lengri tíma og kostað meira en upphaflega var áætlað og þær njóti lítils s...

Hvaða reglur gilda í ESB um bakstur og aðra matargerð í heimahúsum og sölu á afurðunum til góðgerðarstarfs eða annars?

Um bakstur og matargerð í heimahúsum og sölu á slíkum afurðum gilda engar sérstakar reglur í Evrópusambandinu, nema matvælafyrirtæki sé beinlínis rekið í heimahúsi. Þvert á móti er starfsemi sem hvorki er samfelld né skipulögð, og fer til dæmis fram í tengslum við viðburði eins og þorpshátíðir eða kökubasara kvenf...

Leita aftur: